Kínverjar héldu heræfingar í kringum Taívan í dag, en þeir hafa haldið æfingar í kringum eyjuna síðan í byrjun ágúst þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, heimsótti Taívan.
Yfirvöld í Kína voru afar ósátt við heimsóknina og töldu hana inngrip í innanríkismál landsins.
Í kjölfarið gripu Kínverjar til ýmissa aðgerða, þar á meðal hernaðaræfingar umhverfis eyjuna.
Í síðustu viku hóf Taívan svo umfangsmiklar stórskotaliðsæfingar til að æfa varnarviðbrögð ef til kínverskrar innrásar kæmi.
Fimm manna sendinefnd bandaríkjaþings hitti Tsai Ing-wen forseta Taívans í dag. Á fundi þeirra sagði Ing-wen meðal annars innrás Rússa í Úkraínu sýna þá ógn sem stafar af einræðisríkjum. Þakkaði hún einnig Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn.