Reiði hefur gripið um sig víða vegna dauða rostungsins geðþekka, Freyju, sem varð á skömmum tíma einn frægasti rostungur Noregs.
Hún var aflífuð á fimmtudaginn þar sem almenningur fylgdi ekki fyrirmælum norsku fiskistofunnar um að halda ákveðinni fjarlægð frá rostungnum, og hún því talin ógna lífi og heilsu fólks.
„Það gengur ekki að Norska fiskistofan haldi því leyndu hvers vegna hún aflífaði Freyju,“ er haft eftir Christian Steel, líffræðingi og formannni norsku umhverfisverndarsamtakanna Sabima á vef NRK.
Hann hefur óskað eftir frekari skýringum frá Fiskistofunni, en fulltrúar hennar lögðu leið sína í Óslóarfjörð á laugardagsmorgunn og svæfðu Freyju.
„Þetta á sér einhverjar skýringar. Fagaðilar hljóta að hafa komið að málinu og komist að þeirri niðurstöðu að dýrið væri undir álagi,“ sagði hann.
Norska fiskistofan kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þegar NRK leitaði eftir því. Matvælaeftirlit Noregs og lögreglan í Ósló komu að ákvörðuninni.
#BREAKING #NORWAY
— loveworld (@LoveWorld_Peopl) August 14, 2022
🔴NORWAY : #VIDEO IN MEMORY OF FREYA, THE LOVELY WANDERING WALRUS, MURDERED TODAY BY OFFICIALS IN NORWAY
because she was perceived as a "continued threat to human safety".
Abhorrent and unforgivable on every level!#BreakingNews #Freya #Walrus #AnimalRights pic.twitter.com/eUZtl4xb8E
Þá hafa nokkrir íslenskir netverjar tjáð sig um málið á Twitter:
Ok sorry en er ég að skilja þetta rétt að rostungurinn Freyja var aflífuð vegna þess að fólk var svo ágengt við hana???
— ✨ Inga Boogie ✨ (@Ingaboogie) August 14, 2022
Af hverju var fólkið ekki bara tekið af lífi?
Það að rostungurinn i noregi hafi verið drepinn útaf ágengni ferðamanna meikar álíka mikinn sens í hausnum á mér eins og ef íslendingar myndu slökkva á eldgosinu útaf ágengni ferðamanna? Fólkið er hættan, ekki fkn rostungurinn 🥹
— Kara Kristel (@karafknkristel) August 14, 2022
Fuck you Norway!!
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) August 14, 2022
Rostungurinn Freyja aflífuð vegna frægðarinnar https://t.co/gyI3xy7rMw
Lærði norska sjávarútvegsráðuneytið EKKERT af dæmisögunni um Jesús og krossinn?!?!?!?https://t.co/qZV7MBE8jB
— 💫💞 Brikir (@birkirh) August 14, 2022