Rússar vilja styrkja tengsl sín við Norður-Kóreu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, telur það geta hagnast báðum ríkjum
BBC greinir frá.
Í bréfi sínu til Rússlandsforseta sagði Kim Jong un, forseti Norður-Kóreu, að reynt hefði á samstöðu ríkjanna tveggja á nýjan hátt í baráttunni gegn fjandsamlegum hernaðarógnum.
Forsetinn skýrði ekki frekar hvaða ógnir það væru en ætla má að hann sé að vísa til Bandaríkjanna.