Selenskí, Erdogan og Guterres hittast í Úkraínu

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og …
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Antonio Guterres, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna. Samsett mynd

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Antonio Guterres, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, munu funda í Úkraínu á fimmtudaginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum.

Talsmaður Guterres, Stephane Dujarric sagði á blaðamannafundi í New York-borg í Bandaríkjunum í  dag að leiðtogarnir muni ræða „þörfina á pólitískri lausn á þessum átökum“ og bætti hann við að hann hafi engan vafa um það að „kjarnorkuverið verði rætt“.

Rúss­neskir her­menn hafa verið sakaðir um að breyta Sa­porisjía-kjarn­orku­ver­inu í her­stöð og nýta það til þess að ráðast gegn úkraínsk­um her­mönn­um.

Heimsækir hafnir við svartahaf

Á föstudaginn mun Guterres svo heimsækja úkraínsku hafnarborgina Ódessu og í kjölfarið fer hann til Tyrklands.

Dujarric segir að Guterres muni heimsækja eina af þeim þremur höfnum sem korn er flutt frá yfir Svartahafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert