Einn heppinn vann rúmar 111 milljónir í Eurojackpot í kvöld.
Sá heppni var sá eini sem vann annan vinning í lottóinu en enginn vann fyrsta vinning. Miðinn var keyptur í Þýskalandi.
Fimm manns unnu þriðja vinning en fjórir þeirra eru frá Þýskalandi og einn frá Svíþjóð. Hver og einn þeirra fær 12,5 milljónir rúmar.