23 manns hafa látist í rútuslysi skammt frá Casablanca í Marokkó í dag. 36 til viðbótar eru slasaðir samkvæmt bráðabirgðatölum.
Rútan valt í beygju á hraðbraut í Khouribja héraði í morgun. Hún var á milli Casablanca og Ait Attab landssvæðisins, nálægt bænum Beni Mellal.
Slasaðir voru fluttir á sjúkrahús í Khouribga en rannsókn er hafin á slysinu.
Að meðaltali deyja 3500 manns árlega og 12.000 slasast í bílslysum í Marokkó.