Erdogan segist styðja Úkraínu

Erdogan og Selenskí í Lvív í Úkraínu í dag.
Erdogan og Selenskí í Lvív í Úkraínu í dag. AFP/Forsætisráðuneyti Tyrklands

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Úkraínu og varar við hættu á „öðru Tsjernóbyl“ stórslysi.

Rúss­ar hafa tekið að beina sprengj­uárásum sín­um í átt að Sa­porisjía, en þar er að finna stærsta kjarn­orku­ver Evr­ópu. 

Erdogan hitti kollega sinn Volodimír Selenskí, og Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Lvív í Úkraínu í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann fundaði með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Sotsí í Rússlandi.

Þar lofuðu Erdogan og Pútín að styrkja viðskiptasambönd á milli Tyrklands og Rússlands.

„Á meðan við höldum áfram að reyna að finna lausnir, stöndum við við hlið úkraínskra vina okkar,“ sagði Erdogan þó í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert