Forsætisráðherrann gagnrýndur vegna djammmyndbanda

Marin svaraði fjölmiðlum í dag.
Marin svaraði fjölmiðlum í dag. AFP/Honkamaa Lethikuva

Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, hef­ur þurft að svara harðri gagn­rýni frá stjórn­ar­and­stöðuflokk­um finnska þings­ins eft­ir að mynd­bönd sem sýna hana dans­andi og syngj­andi fóru á dreif­ingu.

Riikka Purra, leiðtogi eins stjórn­ar­and­stöðuflokks, hef­ur kraf­ist þess að Mar­in taki eit­ur­lyfja­próf. Mar­in, sem er 36 ára, neit­ar því að hafa neytt ólög­legra fíkni­efna. Seg­ist hún ein­ung­is hafa neytt áfeng­is.

Hér að neðan má sjá um­rædd mynd­bönd sem búið er að klippa í eitt mynd­skeið.

Marin segir ekkert óeðlilegt við hegðun sína.
Mar­in seg­ir ekk­ert óeðli­legt við hegðun sína. AFP/​Honkamaa Let­hiku­va

Full­kom­lega lög­legt

Að sögn Mar­in voru mynd­skeiðin til einka­nota, tek­in á einka­heim­ili fyr­ir nokkr­um vik­um. Seg­ist hún hafa haldið að mynd­skeiðin færu ekki fyr­ir augu al­menn­ings.

Hún hafi þá neytt lít­ils magns af áfengi en engra fíkni­efna. 

„Ég dansaði, söng og djammaði – full­kom­lega lög­leg­ir hlut­ir. Og ég hef aldrei verið í aðstæðum þar sem ég hef séð aðra neyta fíkni­efna,“ sagði Mar­in við blaðamenn í dag áður en hún hélt á þing­flokks­fund, en fjallað er um málið á vef finnska rík­is­út­varps­ins.

Seg­ir hún ekk­ert óeðli­legt við hegðun sína, hún eigi sér líf utan vinnu. Kveðst hún ekki ætla að breyta per­sónu sinni og von­ast til að finnska þjóðin samþykki það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert