Gæti dregið CO2 losun saman um 700 milljónir tonna

Framleiðsla hjóla á heimsvísu á árunum 1962 til 2015 var …
Framleiðsla hjóla á heimsvísu á árunum 1962 til 2015 var meiri en framleiðsla á bifreiðum. mbl.is/Hari

Hægt væri að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings út í and­rúms­loftið (CO2) um næst­um 700 millj­ón­ir tonna í heim­in­um ár hvert ef hver ein­stak­ling­ur myndi hjóla dag­lega, sam­kvæmt niður­stöðum nýrra rann­sókna.

Til að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings í sam­göng­um hafa stjórn­völd víða snúið sér að auk­inni fram­leiðslu á raf­knún­um öku­tækj­um, en 6,75 millj­ón­ir slíkra ein­taka seld­ust árið 2021.

Hingað til hef­ur verið erfitt að reikna út kaup og notk­un á reiðhjól­um, en teymi vís­inda­manna hef­ur nú tekið sam­an fyrsta alþjóðlega gagna­safnið um eign­ar­hald og notk­un reiðhjóla eft­ir lönd­um, allt aft­ur til sjö­unda ára­tug­ar­ins, til að fylla upp í eyðurn­ar.

Auk­in kaup ekki endi­lega auk­in notk­un

Fram­leiðsla hjóla á heimsvísu á ár­un­um 1962 til 2015 var meiri en fram­leiðsla á bif­reiðum.

Þá voru al­mennt fleiri sem áttu reiðhjól í tekju­hærri lönd­um, en fjöldi bíl­ferða var þar einnig mest­ur. Auk­in kaup reiðhjóla leiddi því ekki endi­lega til auk­inn­ar notk­un­ar þeirra.

Af þeim 60 lönd­um sem litið var til var hlut­fall ferða á hjóli aðeins fimm pró­sent. Sum lönd skorti birgðir, á meðan fólk í öðrum lönd­um, eins og Banda­ríkj­un­um, höfðu til­hneig­ingu til að líta á hjól­reiðar sem tóm­stund­astarf frek­ar en ferðamáta.

Í ljós hef­ur komið að ef all­ir færu „dönsku leiðina“ og hjóluðu að meðaltali 1,6 kíló­metra á dag væri hægt að draga úr los­un­inni um 414 millj­ón­ir tonna á ári, sem jafn­gild­ir ár­legri los­un í Bretlandi.

Ef fólk myndi hins veg­ar hjóla 2,6 kíló­metra dag­lega, líkt og Hol­lend­ing­ar gera, yrði dregið úr los­un­inni um 686 millj­ón­ir tonna, sem er meira en ár­leg los­un í Kan­ada.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert