Hefur ekkert á móti því að taka fíkniefnapróf

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. AFP/Gent Shkullaku

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, segist ekki hafa neitt á móti því að taka fíkniefnapróf í kjölfar myndbands af henni að dansa og syngja sem hefur verið gagnrýnt.

Einhverjir hafa túlkað ummæli sem heyrast í myndbandinu þannig að verið sé að tala um eiturlyf.

Mar­in neit­ar því að hafa neytt ólög­legra fíkni­efna. Seg­ist hún ein­ung­is hafa neytt áfeng­is.

„Ég hef ekkert að fela. Ég hef ekki notað eiturlyf og þess vegna hef ég ekkert á móti því að taka próf,“ segir Marin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert