Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, segist ekki hafa neitt á móti því að taka fíkniefnapróf í kjölfar myndbands af henni að dansa og syngja sem hefur verið gagnrýnt.
Einhverjir hafa túlkað ummæli sem heyrast í myndbandinu þannig að verið sé að tala um eiturlyf.
Marin neitar því að hafa neytt ólöglegra fíkniefna. Segist hún einungis hafa neytt áfengis.
„Ég hef ekkert að fela. Ég hef ekki notað eiturlyf og þess vegna hef ég ekkert á móti því að taka próf,“ segir Marin.