Lík tveggja barna fundust í ferðatöskum

Ferðatöskurnar voru jafn stórar og höfðu verið keyptar ásamt samansafni …
Ferðatöskurnar voru jafn stórar og höfðu verið keyptar ásamt samansafni af öðrum munum á uppboði. Eggert Jóhannesson

Lík­ams­leif­ar tveggja ungra barna fund­ust í ferðatösk­um sem voru á upp­boði í Nýja Sjálandi. Lög­regla þar í landi greindi frá mál­inu á blaðamanna­fundi og kveðst staðráðin í því að finna þá sem ábyrgð bera á dauða barn­anna. 

Rann­sókn hef­ur leitt í ljós að börn­in hafi verið á bil­inu fimm til tíu ára göm­ul þegar þau dóu,en lík­in eru tal­in hafa verið í geymslu í dágóðan tíma.

Grun­laus fjöl­skylda hafði keypt tösk­urn­ar

Grun­laus fjöl­skylda keypti heila kerru fulla af hlut­um sem höfðu verið á upp­boði. Tösk­urn­ar voru meðal þeirra hluta og fjöl­skyld­an fann því lík­in þegar hún var að fara í gegn­um það sem hafði verið keypt. 

Lög­regl­an seg­ir fjöl­skyld­una ekki liggja und­ir grun, en sé skilj­an­lega í miklu áfalli vegna upp­götv­un­ar­inn­ar. Þeim verður veitt áfalla­hjálp vegna þessa. 

Reyna að bera kennsl á börn­in

Lög­regl­an seg­ir erfitt að leysa úr máli sem þessu, þar sem ljós er að nokk­ur ár séu liðin. Not­ast verður við muni sem feng­ust með ferðatösk­un­um til þess að reyna að bera kennsl á börn­in. 

Þá er einnig verið að skoða mynd­efni í ör­ygg­is­mynda­vél­um, en bundn­ar eru tak­markaðar von­ir við ár­ang­ur þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert