Stórskotahríð hættulega nálægt kjarnorkuveri

Hér má sjá æfingar viðbragðsaðila.
Hér má sjá æfingar viðbragðsaðila. AFP

Orkumálaráðherra Úkraínu, Herman Halústsénkó, segir ástandið í landinu enn alvarlegra nú þegar Rússar hafa tekið að beina sprengjum sínum í átt að Saporisjía, en þar er að finna stærsta kjarnorkuver Evrópu.

Rússneskar hersveitir hafa náð yfirráðum á svæðinu en Úkraínumenn hafa reynt að biðla til þeirra að láta það eftir, í ljósi hættunnar sem því fylgir. BBC greinir frá. 

Öryggissveitir í Úkraínu hafa undanfarið verið í þjálfun, til þess að undirbúa viðbrögð við mögulegri kjarnorkusprengingu á svæðinu. 

Hætta fyrir Úkraínu og nágrannalönd

Síðastliðnar tvær vikur hefur verið linnulaus stórskotahríð umhverfis kjarnorkuverið. 

Atlantshafsbandalagið hefur nýlega kallað eftir því að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt inn fyrir svæðið, og bent á að yfirtaka Rússa þar skapi gríðarlega hættu bæði fyrir Úkraínu og nágrannalönd.

Innviðaráðherra Úkraínu segir ómögulegt að tryggja öryggi kjarnorkuversins, meðan rússneskar hersveitir hafa svæðið undir sínum yfirráðum. 

Íbúum á svæðinu stendur ekki á sama og eru teknir að streyma frá svæðinu, af ótta við að kjarnorkuverið verið fyrir sprengju og leggi allt í eyði umhverfis sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert