Tveir flugmenn flugfélagsins Ethiopian Airlines sofnuðu í 37 þúsund feta hæð og misstu af aðflugi á flugvellinum í Addis Ababa í Eþíópíu. BBC greinir frá þessu.
Flugumferðarstjórn reyndi að ná sambandi við flugmennina eftir að Boeing 737-þotan sem þeir flugu lækkaði ekki hæð sína á réttum stað.
Flugmennirnir vöknuðu á endanum og lentu vélinni án frekari tíðinda í sinni annarri tilraun til að hefja aðflug á flugvellinum.
Áhöfn flugvélarinnar hefur verið send í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir, en atvikið átti sér stað á mánudag.
Fraktflugvél á vegum flugfélagsins lenti á röngum flugvelli á síðasta ári.