15 ára í haldi vegna skotárásarinnar

Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina í gær.
Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina í gær. AFP/Johan Nilson

Fimmtán ára drengur var í gær handtekinn var í tengslum við skotárásina í Emporia verslunarmiðstöðinni í Malmö síðdegis. Hann er nú í haldi lögreglu, grunaður um manndráp.

Karlmaður á fertugsaldri lést af sárum sínum í gær eftir árásina. Kona sem særðist einnig í árásinni liggur enn á sjúkrahúsi en hún er ekki talin í lífshættu.

Samkvæmt fréttavefnum Sydsvenskan var sá sem lést leiðtogi glæpaklíku og þekktur í undirheimum Malmö. Lögregla telur að hann hafi verið skotmark árásárinnar.

Lögreglan útilokar ekki að fleiri einstaklingar tengist árásinni, en talið er að um einangrað atvik sé að ræða, tengt uppjörum glæpahópa. Árásármaðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert