Forsætisráðherra Japans með Covid-19

Forsætisráðherran hafði nýlega fengið fjórða skammtinn af bólusetningu gegn Covid-19.
Forsætisráðherran hafði nýlega fengið fjórða skammtinn af bólusetningu gegn Covid-19. AFP

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur greinst með Covid-19. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur greinst með Covid-19.

Hann fór í PCR-próf í dag eftir að hafa fundið fyrir vægum hita og hósta um helgina.

Þetta er slæm tímasetning fyrir Kishida, sem stefndi að því að sækja afrísku þróunarráðstefnuna TICAD, sem haldin verður í Túnis þann 27.-28. ágúst.

Ráðstefnan er haldin á fimm ára fresti og munu yfirvöld í Japan leggja þar drög að stuðningi þeirra við þróun í efnahag í Afríku.

Forsætisráðherrann mun sækja ráðstefnuna með fjarfundum í Tókýó, en hann hefur undanfarið verið í fríi og átti að mæta aftur til vinnu á morgun.

Aldrei fleiri smit í Japan

Japan hefur slegið met Covid-19 smita í landinu undanfarna daga, þó að heildardauðsföll af völdum sjúkdómsins séu mun færri en í mörgum öðrum löndum.

Þess má geta að landamæri ríkisins hafa opnað aftur að hluta til og var öllum samkomutakmörkum aflétt í mars.

Erlendir ferðamenn eru þó enn bannaðir nema þeir séu í skipulögðum hópferðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert