Náðu valdi á skógareldum nærri Íslendingaslóðum

Vatni skvett á eldana úr þyrlu.
Vatni skvett á eldana úr þyrlu. AFP/Miguel Riopa

Slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná valdi á skógareldunum í austurhluta Spánar sem geisað hafa að undanförnu. 

Tilkynnt var í dag að staðan væri stöðug en eldarnir kviknuðu á mánudaginn eða fyrir tæpri viku nærri Valencia. Alla vega 2.200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem eru ekki ýkja langt frá Alicante þar sem allmargir Íslendingar eiga fasteignir.

Kólnað að undanförnu

Að sögn slökkviliðsmanna hjálpuðu nokkur atriði til. Kólnað hefur á nóttunni að undanförnu og dregið hefur úr vindi. Fyrir vikið hefur fólkið verið leyft að snúa heim til sín. 

Ekki er þó tímabært að hrósa happi miðað við veðurspána. Á morgun er spáð stífum vindi á svæðinu og hitinn fer hækkandi á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert