Vara við áður óþekktu eiturlyfi

Ljósmynd/Sisä-Suomen-lögreglan

Finnar óttast að sérlega hættulegt eiturlyf sé í umferð í Finnlandi og sérstaklega á Tampere-svæðinu.

Lögregluyfirvöld í Finnlandi vara sérstaklega við töflum sem talið er að innihaldi afar skaðleg efni en sambærilegar töflur voru gerðar upptækar nýlega í Tampere.

Finnska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir töflurnar líta út eins og höfuð á uglu.

Nýlega varaði lögreglan í austurhluta Uusimaa við sambærilegum eiturlyfjum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni er varað við eiturlyfinu þar sem það er talið vera sérlega skaðlegt.

Áður hafði lögreglan í Uusimaa sagt að í töflunum væri blanda af spítti og kvíðastillandi efni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert