Án öryggisbúnaðar upp skýjakljúfa

Eftir að hafa klifrað upp skýjakljúfa í fjármálahverfinu La Défense og Montparnasse-turninn í París sigraðist Alexis Landot á Mercuriales-turnunum í úthverfi borgarinnar.

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert,“ viðurkenndi hann við AFP-fréttastofuna.

Þessi ungi Parísarbúi notast hvorki við reipi né annan öryggisbúnað í klifrinu.

„Ég er sá eini sem hefur stjórn á því hvort ég kemst lífs af og hvað mun gerast og það er ótrúleg tilfinning,“ sagði Landot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert