Bankastarfsmenn lögðu á flótta undan nauti

Hálftími leið þar til eigandi nautsins kom á staðinn. Mynd …
Hálftími leið þar til eigandi nautsins kom á staðinn. Mynd úr safni. AFP

Starfsmenn banka í Ísrael flúðu eftir göngum byggingarinnar þegar naut komst þar inn fyrr í dag.

Atvikið hófst á bílastæði við útibú Bank Leumi í borginni Lod, suðaustur af Tel Aviv. Nautið hljóp framhjá kyrrstæðum bílum áður en það fór inn í bankann og vakti ótta meðal starfsmanna.

Starfsmenn hlupu undan dýrinu en hálftími leið þar til eigandi nautsins kom á staðinn og hringt var í dýralækni.

Talsmaður bankans sagði að málið hefði verið tilkynnt til yfirvalda og dýralæknaþjónustu.

„Það urðu engin slys á fólki og engar skemmdir urðu,“ sagði talsmaðurinn við AFP-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert