Telja eitraða þörunga að baki fiskadauða

Yfir 100 tonn af fiski hafa drepist í Oder-ánni vegna …
Yfir 100 tonn af fiski hafa drepist í Oder-ánni vegna eitraðra þörunga. Ljósmynd/AFP/Martin Bielecki

Eitraðir þör­ung­ar hafa fund­ist í Oder-ánni sem renn­ur meðal ann­ars um Pól­land og Þýska­land og eru tald­ir skýra rúm­lega 100 tonn af dauðum fiski sem fund­ist hef­ur í ánni frá því í júlí.

Viðsjár hafa síðan verið vakt­ar milli land­anna og hafa þýsk stjórn­völd sakað þau pólsku um að bregðast skyldu sinni til að til­kynna um málið og bregðast strax við.

Kenn­ir iðnaðarúr­gangi um

„Rann­sókn­ir sem nú hafa verið fram­kvæmd­ar sýna að eitraðir þör­ung­ar af gerðinni Prym­nesi­um Par­vum eru í ánni,“ til­kynn­ir Jacek Ozdoba, aðstoðar­um­hverf­is­ráðherra Pól­lands, á Twitter.

Talsmaður þýska um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, Andreas Ku­ebler, seg­ir lík­leg­ast að mikið magn téðra þör­unga hafi drepið fisk­ana og bætti því við að óeðli­lega mikið salt­magn í ánni væri skýr­ing­in á mynd­un þör­ung­anna en það gæti ein­göngu komið til vegna iðnaðarúr­gangs í ánni. 

ABC News

Reu­ters

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert