Ætluðu að nema ríkisstjórann á brott

Kviðdómur hefur fundið mennina seka.
Kviðdómur hefur fundið mennina seka. Samsett mynd

Kviðdómur hefur fundið tvo menn seka fyrir að skipuleggja að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum árið 2020, vegna aðgerða hennar til þess að hindra útbreiðslu Covid-19. 

Adam Fox og Barry Croft, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri, voru þá einnig sakaðir um að hafa ætlað sér að hrinda af stað nýrri borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Eiga þeir yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. New York Times greinir frá.

Höfðu efnavopn í fórum sínum

Þá voru tvímenningarnir einnig dæmdir fyrir að hafa efnavopn í fórum sínum, sem dugðu til þess að sprengja upp brú og hindra að lögreglan kæmist að, tækist þeim að ræna Whitmer frá vetrarheimili sínu. 

Þrettán menn voru handteknir í Bandaríkjunum í október 2020 fyrir að hafa lagt á ráðin um að ræna Whitmer. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michican-ríkis, sagði á fréttamannafundi í kjölfarið að ógnin sem Whitmer stóð frammi fyrir hafi verið alvarleg og trúverðug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert