Myrtur skömmu eftir færslu á Facebook

Lögreglan að störfum við bílinn þar sem Fredid Roman var …
Lögreglan að störfum við bílinn þar sem Fredid Roman var skotinn til bana fyrir framan dagblaðið La Realidad. AFP/Jesus Guerrero

Blaðamaður var skotinn til bana í suðurhluta Mexíkó seint í gær, stuttu eftir að hafa skrifað færslu á Facebook um hvarf 43 kennaranema fyrir átta árum á nærliggjandi svæði.

Fredid Roman, sem skrifaði í dagblað og birti efni á ýmsum samfélagsmiðlum, fannst látinn í bíl sínum í borginni Chilpancingo, höfuðborg Guerrero-ríkis, að sögn embættis saksóknara í ríkinu.

Lögreglan skammt frá svæðinu þar sem blaðamaðurinn fannst látinn.
Lögreglan skammt frá svæðinu þar sem blaðamaðurinn fannst látinn. AFP

Mál 43 nemenda frá Guerrero sem hurfu árið 2014 eftir að hafa tekið yfir strætisvagn á leiðinni í mótmæli er talið einn versti mannréttindaharmleikur í sögu Mexíkó.

Málið komst aftur í fréttirnar í síðustu viku þegar sannleiksnefnd sagði verknaðinn „ríkisglæp“ sem fólk úr ýmsum stofnunum hafi komið að.

Nokkrum klukkustunum áður en hann lést birti Roman langa færslu á Facebook undir fyrirsögninni „Ríkisglæpur án þess að ákæra höfuðpaurinn“. Þar talaði hann um meintan fund fjögurra embættismanna á svipuðum tíma og kennaranemarnir hurfu, þar á meðal fyrrverandi dómsmálaráðherrann Jesus Murillo Karam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert