Tugir manna sátu fastir í margar klukkustundir inni í Ermarsundsgöngunum eftir að lest á leið frá frönsku borginni Calais til enska bæjarins Folkstone virtist hafa bilað.
Í myndefni sem var birt á netinu sást þegar farþegar með Le Shuttle, sem flytur bíla, mótorhjól og fleiri faratæki í gegnum göngin, þurftu að yfirgefa faratæki sín og fara í gegnum neyðarþjónustugöng. Farþegarnir voru síðar fluttir með annarri lest í gegnum Ermasundsgöngin og á áfangastað, að því er BBC greinir frá.
Passengers were left stranded in the Eurotunnel after a train broke down.
— Sky News (@SkyNews) August 24, 2022
Travellers reportedly had to abandon their vehicles and were being escorted on foot after the issue inside the railway tunnel.
Read more: https://t.co/Jo9nzHSzHq pic.twitter.com/775vVKF5YD
Að sögn Le Shuttle fór neyðarvarnarkerfi lestarinnar af stað, sem þurfi að rannsaka betur.
„Þjónustugöngin voru hryllileg,“ sagði Sarah Fellows við PA-fréttastofuna, eftir atvikið í gærkvöldi.
„Þetta var eins og í stórslysamynd. Maður gekk bara í gegnum hyldýpið án þess að vita hvað væri að gerast. Við þurftum öll að bíða undir sjónum í þessari löngu röð.
„Ein kona var grátandi í göngunum og önnur kona sem var ein á ferð fékk kvíðakast,“ sagði hún.