22 látnir eftir árás Rússa

Selenskí, forseti Úkraínu.
Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Alls hafa 22 fundist látnir eftir flugskeytaárásir Rússa á lestarstöð í bænum Tsjaplin í gær, sem er um 150 kílómetra vestur af Donetsk í Austur-Úkraínu.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, greindi frá þessu í gær þegar sex mánuður voru liðnir síðan Rússar réðust inn í landið.

„Tsjaplin er okkar sársauki í dag. Núna eru 22 látnir, þar af fimm manns sem brunnu inni í bíl. Drengur lést, hann var 11 ára. Rússneskt flugskeyti eyðilagði húsið hans,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert