Gríðarmiklir þurrkar ná yfir hálft Kína

Mikil hitabylgja hefur gert Kínverjum lífið leitt en miklir þurrkar geisa nú um hálft Kína. Þurrkarnir hafa m.a. náð til Tíbet sem þykir til tíðinda enda fremur enda talsvert svalara alla jafna á þeim slóðum.

Þetta kemur fram í opinberum gögnum í Kína. Þar segir að alls hafi hitabylgja mælst í landinu í 70 daga auk þess sem skyndiflóð og þurrkar hafa valdið usla. Vísindamenn segja að þetta séu atburðir sem eru að verða tíðari og stærri að umfangi sökum loftlagsbreytinga. 

Í suðurhluta Kína hefur hitinn aldrei mælst jafn hár jafn lengi frá því mælingar hófust fyrir rúmlega 60 árum. Frá þessu greinir landbúnaðarráðuneyti Kína.

Sérfræðingar segja að hitabylgjan í ár í Kína gæti orðið ein sú skæðasta í heimssögunni. Er tekið mið af hitastigi, hve víða hitabylgja mælist og hve lengi. 

Slökkviliðsmenn í borginni Loudi sjást hér fylla vatni á stóra …
Slökkviliðsmenn í borginni Loudi sjást hér fylla vatni á stóra brúsa í hitabylgjunni sem þar geisar. AFP

Kínverska veðurstofan segir að óvenjulegir og alvarlegir þurrkar eigi sér nú stað mjög víða í suðurhluta landsins. 

Það svæði sem hefur orðið einna verst úti er við ána Yangtze, sem teygir sig frá borginni Shanghai til Sichuan-héraðsins í suðvesturhlutanum. Þar búa yfir 370 milljónir Kínverja og þar eru mörg stór iðnaðarsvæði, m.a. í stórborginni Chongqing.

Veðurfræðingar segja að búast megi við miklum hita á næstunni, en hitastigið mun víða nálgast 40 gráður. M.a. í Chongqing í hérðunum Sichuan og Zhejiang í dag.

Í nótt mældist gríðarmikil úrkoma í suðvesturhluta Sichuan sem leiddi til þess að koma varð um 3.000 íbúum í öruggt skjól. 

Í suðausturhluta landsins hefur fellibylurinn Ma-on gengið á land í Guangdong og Hong Kong í morgun. 

Áin Yangtze hefur ekki beðið varhluta af hitabylgjunni og víða …
Áin Yangtze hefur ekki beðið varhluta af hitabylgjunni og víða er farið að glitta í fast land sem áður lá undir vatni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert