Tóku niður 79 metra háa styttu frá Sovét-tímanum

Fólk er vant að safnast saman við minnisvarðann þann 9. …
Fólk er vant að safnast saman við minnisvarðann þann 9. maí ár hvert til þess að minnast endaloka seinni heimsstyrjaldarinnar. AFP

Lettland tók í dag niður minnisvarða frá tímum Sovét ríkjanna, sem staðið hefur í höfuðborginni Riga frá því árið 1985.

Hópur Letta af rússneskum uppruna, sem nemur um 30 prósent þjóðarinnar, hefur beitt sér gegn áformum um að taka minnisvarðann niður, en lettneska þingið tók ákvörðun um að allir minnisvarðar frá tímum Sovét-ríkjanna, yrðu fjarlægðir fyrir miðjan nóvember.

Samkomustaður þeirra sem styðja Rússland

Sérstakar niðurrifsvélar voru notaðar til verksins, en um er að ræða 79 metra háan minnisvarða um hlutverk Sovét ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Þar sjást hermenn og kona sem mynda saman hring umhverfis súlu. 

Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa stuðningsmenn rússneskra yfirvalda reglulega safnast saman við minnisvarðann. 

Lettland er bæði í Atlantshafsbandalaginu og í Evrópusambandinu og hefur sýnt eindreginn stuðning með Úkraínu á alþjóðavettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert