Tvö börn á meðal 25 látinna

Fólk á gangi í Kænugarði á þjóðhátíðardegi Úkraínu í gær.
Fólk á gangi í Kænugarði á þjóðhátíðardegi Úkraínu í gær. AFP/Genya Savilov

25 manns eru látnir eftir árás Rússa á úkraínska lestarstöð í gær.

„Núna í morgun hafa 25 látist, þar á meðal tvö börn, og 31 er særður, þar á meðal tvö börn,“ sagði í tilkynningu frá ríkisfyrirtækinu Ukranian Railways.

Lestarstöðin er í bænum Tsjaplin í austurhluta Úkraínu. 

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar hafa lestirnar í landinu verið stór þáttur í því að flytja stóran hluta almennings á brott.

Í apríl var eldflaugaárás gerð á lestarstöð í borginni Kramatorsk sem varð að minnsta kosti 57 almennum borgurum að bana er þeir biðu á lestarpallinum eftir því að vera fluttir á öruggan stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert