Apabólutilfellum hefur fækkað um fimmtung á undanfarinni viku. Fram að því hafði smittíðni verið í stöðugum vexti.
Útlit er fyrir að lönd í Evrópu hafi náð nokkuð góðum tökum á faraldrinum, en öðru gegnir í Suður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur lýst yfir áhyggjum vegna fjölgunar smita þar.
Það sem af er ári hafa greinst 45.355 tilfelli apabólu í 96 löndum, þar af hafa 15 manns látið lífið.
Í upphafi faraldursins varð meirihluta smita vart í Evrópu. Það hefur snúist við og meirihluti smita, eða 60 prósent, greinast nú í Suður-Ameríku.