Handtekinn vegna morðs á níu ára stúlku

Lögreglumenn á svæðinu þar sem stúlkan var skotin til bana.
Lögreglumenn á svæðinu þar sem stúlkan var skotin til bana. AFP/Paul Ellis

Breska lögreglan hefur handtekið 36 ára mann sem er grunaður um að hafa skotið til bana níu ára stúlku á heimili hennar.

Þetta var þriðja banvæna skotárásin í borginni Liverpool á Englandi á einni viku og hafa sumir krafist hertra aðgerða til að stemma stigu við byssuárásum.

Olivia Pratt-Korbel var drepin á mánudagskvöld þegar sá sem árásarmaðurinn ætlaði að skjóta braust inn á heimili hennar á flótta undan honum.

„Handtakan var gerð eftir aðgerð með vopnuðum lögreglumönnum  á Merseyside-svæðinu í gærkvöldi,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert