Nauðganir hluti af þessu stríði

Maður horfir á vegg með myndum af úkraínskum hermönnum, körlum …
Maður horfir á vegg með myndum af úkraínskum hermönnum, körlum og konum, sem fallið hafa í átökum við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar. mbl.is/Sergei Supinsky

Hrylli­leg­ar frá­sagn­ir um að rúss­nesk­ir her­menn nauðgi og misþyrmi kon­um hafa borist frá Úkraínu. Rúss­ar neita og tala um lyg­ar, en frá­sagn­irn­ar eru marg­ar og oft er lítið gert til að breiða yfir hryll­ing­inn. 

„Við mun­um vænt­an­lega aldrei finna skip­un, sem hef­ur verið skrifuð á blað,“ sagði Clare Hutchinson, sér­fræðing­ur í ör­ygg­is­mál­um, í viðtali við Der Spieg­el. „En þegar yf­ir­menn stöðva ekki nauðgan­ir er eng­inn vafi á að þær eru hluti af hernaðaráætl­un­inni. For­ysta rúss­neska hers­ins ber ábyrgðina. Ef yf­ir­menn­irn­ir gefa ekki til kynna að þessi hegðun verði ekki liðin gera þeir ljóst að nauðgan­ir eru hluti af þessu stríði, að þær eru viður­kennd­ur hluti af hernaðaráætl­un um að skilja eft­ir sig sviðna jörð.“ 

Nán­ar er fjallað um kyn­ferðis­glæpi rúss­neska hers­ins í Úkraínu í Sunnu­dags­blaðinu.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert