Páfinn vill heimsækja Norður-Kóreu

Frans páfi í Vatíkaninu á miðvikudaginn.
Frans páfi í Vatíkaninu á miðvikudaginn. AFP/Filippo Monteforte

Frans páfi hefur beðið stjórnvöld í borginni Pyongyang um að bjóða honum til Norður-Kóreu. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann ekki myndu hafna tækifæri til að heimsækja landið og vinna að friði.

Vangaveltur um mögulega heimsókn páfa til Norður-Kóreu voru uppi árið 2018 þegar fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, átti í viðræðum við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Moon, sem er kaþólskur, sagði á ráðstefnu að Kim hefði sagt honum að páfinn yrði velkominn til landsins.

Frans sagðist á þeim tíma vera tilbúinn til að fara þangað ef hann fengi opinbert boð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert