Á sama tíma og orkukostnaður Evrópu hefur hækkað gífurlega eru Rússar að brenna miklu magni af náttúrulegu gasi.
Þetta kemur fram í rannsókn sem fyrirtækið Rystad Energy gerði, að því er BBC greinir frá.
Sérfræðingar segja að upphaflega hafi átt að flytja gasið til Þýskalands.
Sendiherra Þýskalands í Bretlandi sagði við BBC að Rússar væru að brenna gasi vegna þess að þeir gætu hvergi selt það.
Vísindamenn hafa áhyggur af því mikla magni af koltvísýringi og sóti sem brennslan hefur í för með sér, sem gæti aukið enn frekar á bráðnun íss á heimsskautasvæðunum.
Rannsókn Rystad Energy bendir til þess að um 4,3 milljónir rúmmetra af gasi séu brenndar á hverjum degi í Rússlandi.