Ekki margir geta státað af því að hafa rætt við Elon Musk, forstjóra Tesla og Space X, um ferðir til annarra pláneta.
Indverski hugbúnaðarverkfræðingurinn Pranay Pathole er þó aðeins einu tísti frá vinalegu spjalli við ríkasta mann veraldar.
Vinátta þeirra á netinu hefur blómstrað allt frá því Pathole var unglingur og hefur Musk svarað honum með mörg hundruð tístum og einkaskilaboðum, eins og kemur fram í meðfylgjandi myndskeiði.
Stutt er síðan þeir hittust í fyrsta sinn augliti til auglitis.
It was so great meeting you @elonmusk at the Gigafactory Texas. Never seen such a humble and down-to-earth person. You're an inspiration to the millions 💕 pic.twitter.com/TDthgWlOEV
— Pranay Pathole (@PPathole) August 22, 2022