Hætta á leka á geislavirkum efnum

Kjarnorkuverið í borginni Saporisjía er í suðurhluta Úkraínu.
Kjarnorkuverið í borginni Saporisjía er í suðurhluta Úkraínu. AFP

Hætta er á leka á geislavirkum efnum frá kjarn­orku­verinu í Saporisjía í suðurhluta Úkraínu, að sögn talsmanna hjá úkraínsku kjarn­orku­mála­stofn­un­inni, Energoatom. 

Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu en aukn­ar áhyggj­ur eru vegna bar­daga í ná­grenni við kjarn­orku­verið, sem hefur verið í höndum Rússa frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar. 

Energoatom greinir frá því að rússneskir hermenn hafi ítrekað skotið á kjarnorkuverið síðustu daga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands telur úkraínska hermenn hins vegar eiga sök. 

„Afleiðing skotárásanna eru að innviðir kjarnorkuversins hafa skemmst, hætta er á vetnisleka og leka geislavirkra efna, eldhætta er mikil,“ greindi stofnunin frá á Telegram.

Energoatom greindi einnig frá því að frá og með deginum í dag er aukin hætta á að starfsemi kjarnorkuversins brjóti gegn reglum um brunavarnir og geislavirkni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka