Hafnaði í Thames við handtöku og lést

Thames-áin rennur um Lundúni.
Thames-áin rennur um Lundúni. AFP

Maður lést eftir að hafa hafnað í ánni Thames í Lundúnum er verið var að handtaka hann.

BBC greinir frá því að lögreglu barst tilkynning klukkan hálfellefu í gærkvöldi að staðartíma vegna rifrildis manns og konu við Kingston-brúna. 

Parið þekkti hvort til annars og reifst um meintan þjófnað að sögn lögreglu. 

Er lögregla var að reyna að handsama manninn fór hann út í ána. Ekki var búið að handjárna hann. 

Viðbraðgsaðilar voru þá kallaðir út til að leita að manninum, sem er á þrítugsaldri. Rúmum tveimur tímum síðar fannst hann látinn. 

Vinnubrögð lögreglu eru nú til rannsóknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert