Rússneska orkufyrirtækið Rosatom hefur smíði á tveimur nýjum kjarnaofnum í Ungverjalandi á næstu vikum. Utanríkisráðherra Ungverjalands greindi frá þessu.
Samningur þess efnis náðist á milli Rússa og Ungverjalands, sem er aðili að ESB, árið 2014. Með honum verður núverandi kjarnorkuver landsins, Paks, stækkað, að því er BBC greinir frá.
Evrópusambandið hefur ekki beitt kjarnorkuiðnað Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Ungversk stjórnvöld hafa ekki stutt skilyrðislaust refsiaðgerðir gegn Rússum þegar kemur að útflutningi á olíu og gasi.
Paks-kjarnorkuverið sér 40% Ungverjalands fyrir raforku.
„Leyfum framkvæmdunum að hefjast,“ sagði Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, á Facebook.