Yfirvöld í Belgíu segja að bílstjóri sendiferðabílsins sem keyrði inn í mannmergð í útisvæði við kaffihús í Brussel, höfuðborg landsins, í gær hafi ekki verið verið hryðjuverkamaður.
Ljóst sé að atlagan hafi verið morðtilraun, en hryðjuverk hafa verið útilokuð, að sögn lögregluyfirvalda.
Sex manns hlutu áverka eftir atvikið, en bílstjórinn lagði á flótta frá vettvangi en lögreglan hafði upp á honum síðar um daginn of var hann handtekinn í Antwerp.
„Vísbendingar um hryðjuverk hafa verið útilokaðar. Sá grunaði sem handtekinn var í gær hefur verið yfirheyrður og hefur réttarstöðu sakbornings vegna morðtilrauna,“ sagði upplýsingafulltrúi saksóknara í Brussel.