Vörubifreið ók inn í miðja hverfishátíð

Þrjár sjúkraþyrlur voru kallaðar til og hópur fólks hefur verið …
Þrjár sjúkraþyrlur voru kallaðar til og hópur fólks hefur verið fluttur á spítala. Ljósmynd/ Rab Lawrence

Þrír hafa verið úrskurðaðir látnir eftir að vörubifreið ók inn í veislutjald þar sem fram fór hverfishátíð í Rotterdam í Hollandi.

Þrjár sjúkraþyrlur voru kallaðar til og hópur fólks hefur verið fluttur á spítala.  

Ökumaðurinn hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í frétt VG um málið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tildrög atviksins, en talið er að um slys hafi verið að ræða. 

Talsverður fjöldi varð vitni að atvikinu og lýsa því hvernig fólk dróst með bifreiðinni þegar hún ók beint í gegnum veislutjaldið,  þar sem fólk hafði safnast saman til þess að grilla og gera sér glaðan dag á árlegri íbúasamkomu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert