Sex eru látnir og sjö til viðbótar eru slasaðir eftir að vöruflutningabíl fór utanvegar og ók inn í veislutjald um 30 kílómetrum suður af hollensku borginni Rotterdam í gær.
Bílinn er með spænskt skrásetningarnúmer.
Lögreglan greindi fyrst frá því í gær að tveir hefðu látist eftir að ekið var á hóp fólks sem var í grillveislu. Hollenskar fréttastofur greindu frá því að íshokkíklúbbur hafi haldið veisluna.
„Núna eru sex látnir og sjö særðir, þar af einn alvarlega, eftir slysið í gær,“ suður af Rotterdam, sagði Mirjam Boers, talsmaður lögreglunnar.
Boers staðfesti að ökumaðurinn hafi verið handtekinn en að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð.
„Við erum enn að rannsaka hvað gerðist nákvæmlega," bætti hann við.