Þrír hollenskir hermenn skotnir

Bandarískur lögreglubíll.
Bandarískur lögreglubíll. AFP/Daniel Slim

Þrír hollenskir hermenn, sem voru staddir í Bandaríkjunum vegna æfinga, særðust í skotárás fyrir utan hótel í borginni Indianapolis í frítíma sínum.

Árásin varð gerð klukkan hálffjögur um nóttina, að staðartíma. Mennirnir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús, að sögn BBC.

Að sögn hollenska varnarmálaráðuneytisins er einn þeirra alvarlega særður en hinir tveir eru með meðvitund.

Mennirnir þrír voru hluti af sérsveit innan hollenska hersins.

Bandaríska lögreglan stelur að ósætti hafi komið upp á milli þeirra og annarrar manneskju eða hóps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert