Lögreglan í Detroit í Bandaríkjunum handtók í gær mann sem er grunaður um að hafa skotið fjórar manneskjur á handahófskenndan hátt og drepið þrjár þeirra.
Lögreglustjórinn James White sagði að fyrstu þrjú fórnarlömbin, tvær konur og einn maður, hafi fundist með mörg skotsár á sitt hvorum staðnum í Detroit snemma í gærmorgun.
Einn maður til viðbótar sá þann grunaða kíkja inn um bílrúður og sagði honum að hætta. Fyrir vikið var maðurinn skotinn einu skoti.
Þrjú fórnarlambanna létust en eitt lifði af, að sögn lögreglunnar.
Árásin virtist vera „mjög handahófskennd“, sagði White á blaðamannafundi.
„Einn var að bíða eftir strætó, annar að ganga með hundinn sinn og einn var bara úti á götu,“ sagði hann.