Einn þriggja hollenskra sérsveitarmanna sem særðust í skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum í gær er látinn.
Mennirnir voru staddir í Bandaríkjunum vegna æfinga er þeir urðu fyrir árásinni í frítíma sínum. Að sögn hollenska varnarmálaráðuneytisins er einn þeirra alvarlega særður en hinir tveir eru með meðvitund.
Yfirvöld telja tildrög árásarinnar ekki vera handahófskennda heldur hafi hún komið í kjölfar ósættis milli Hollendinganna og annarrar manneskju eða hóps.