Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vera á leiðinni til kjarnorkuversins Saporisjía þar sem árásir hafa verið gerðar undanfarnar vikur.
Á Twitter greindi hann frá því að hópur frá stofnuninni, sem hefur eftirlit með kjarnorkumálum, muni koma í þetta stærsta kjarnorkuver Evrópu „seinna í þessari viku“.
The day has come, @IAEAorg's Support and Assistance Mission to #Zaporizhzhya (ISAMZ) is now on its way. We must protect the safety and security of #Ukraine’s and Europe’s biggest nuclear facility. Proud to lead this mission which will be in #ZNPP later this week. pic.twitter.com/tyVY7l4SrM
— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) August 29, 2022
Grossi hefur í marga mánuði óskað eftir aðgangi að kjarnorkuverinu, án árangurs. Hefur hann varað við „verulegri hættu á kjarnorkuslysi".
Rússar tóku yfir kjarnorkuverið, sem hefur að geyma sex kjarnaofna, skömmu eftir að þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar.