Fá loksins að koma í kjarnorkuverið

Rafael Grossi.
Rafael Grossi. AFP/Spencer Platt/Getty Images/

Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vera á leiðinni til kjarnorkuversins Saporisjía þar sem árásir hafa verið gerðar undanfarnar vikur.

Á Twitter greindi hann frá því að hópur frá stofnuninni, sem hefur eftirlit með kjarnorkumálum, muni koma í þetta stærsta kjarnorkuver Evrópu „seinna í þessari viku“.

Grossi hefur í marga mánuði óskað eftir aðgangi að kjarnorkuverinu, án árangurs. Hefur hann varað við „verulegri hættu á kjarnorkuslysi".

Rússar tóku yfir kjarnorkuverið, sem hefur að geyma sex kjarnaofna, skömmu eftir að þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert