Gagnárás Úkraínu nú hafin fyrir alvöru

M142 HIMARS eldflaugakerfi.
M142 HIMARS eldflaugakerfi. AFP/Fadel Senna

„Það er búin að vera gagnárás allan tímann eins og er eðlilegt í stríði. Þeir eru nokkrum sinnum búnir að tilkynna að þeir hafi hafið gagnrárás en ekkert í líkingu við það sem er núna,“ segir ljósmyndarinn Óskar Hallgrímsson í samtali við mbl.is.

Her­sveit­ir Úkraínu hófu í dag gagnárás til þess að ná borg­inni Ker­son aft­ur á sitt vald. Rússar hertóku borgina 3. mars síðastliðinn.

Óskar er á hóteli í Donbas héraði í Úkraínu ásamt fjölda annarra blaðamanna. Hann segir að fréttir af gagnárásinni í Kerson hafi komið þeim öllum að óvörum en nú sé talað um að stærsta gagnárás Úkraínu í stríðinu hingað til sé hafin.

Þrátt fyrir að upplýsingaflæði sé mjög takmarkað um gagnárás Úkraínu í Kerson segir Óskar að samkvæmt upplýsingum blaðamanna á staðnum sé talað um að gagnárásin sé fyrst nú hafin fyrir alvöru.

„Það að þeir hafi hafið gagnárásina stóru þýðir það alls ekki að stríðið sé að verða búið. Nú þýðir það að stríðið er að verða frekar mikið brútal,“ segir Óskar og bætir við að nú sé talað um „meiriháttar gagnárás“ (e. major counter offensive) í Kerson.

Vendipunkturinn þegar að baki

Óskar telur þetta ekki vera vendipunktinn í stríðinu, hann sé nú þegar að baki. Hann hafi verið í kringum 29. júní þegar Úkraínumenn tóku HIMARS eldflaugakerfið í notkun. 

Óskar Hallgrímsson.
Óskar Hallgrímsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert