Gervigreind aðstoðar skattayfirvöld

AFP

Frönsk skattayfirvöld hyggjast skattleggja eigendur óskráðra sundlauga þar í landi með hjálp gervigreinarhugbúnaðs þróaðan af Google og Capgemini. Þetta kemur fram í tilkynningu skattayfirvalda í Frakklandi.

Þar sem sundlaugar auka fasteignaverðmæti leiða þær venjulega til hærri skatta. Líkt og áður hefur verið nefnt notuðust skattyfirvöld við gervigreindarhugbúnað sem kom auga á sundlaugarnar á loftmyndum af völdum svæðum á Frakklandi. Skattayfirvöld ætla sér að beita þessari tækni á landsvísu, sem gætti leitt til milljóna evra í nýjar álögur árið 2023.

Skattayfirvöld í Frakklandi munu því geta innheimt milljónir evra frá þeim borgurum sem ekki tilkynntu sundlaugarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert