Mikill viðbúnaður var við suðausturströnd Svíþjóðar vegna elds sem braust út í ferju sem var með 300 farþega innanborðs.
„Það er eldur á bílaþilfarinu,“ segir Jonas Franzen, talsmaður sænsku siglingarstofnunninnar við AFP fréttastofuna. Hann segir að þrjár þyrlur og sjö bátar hafi verið send á vettvang. Rýming er hafin úr ferjunni.
Ekki hafa borist neinar tilkynningar um slys á fólki og upptök eldsins eru ókunn.
Skipið heitir Stena Scandica og er staðsett rétt hjá eyjunni Gotska Sandon sunnan við suðausturströng Svíþjóðar.