Musk vill fleiri börn og grafa áfram eftir olíu

Elon Musk, forstjóri Tesla og Space X.
Elon Musk, forstjóri Tesla og Space X. AFP

Elon Musk, forstjóri Teslu og Space X, sagði á orkuráðstefnu í Noregi í dag að fæða þyrfti fleiri börn í heiminum og halda áfram að grafa eftir olíu.

Greindi hann frá því að heimurinn stæði frammi fyrir „ungbarnakreppu“ er hann var spurður um helstu áskoranir heims. Sjálfur hefur hann eignast tíu börn, en eitt þeirra lést aðeins tíu vikna gamalt.

Musk hefur varað við því að lág fæðingartíðni sé hættuleg fyrir siðmenninguna.

„Við viljum ekki að íbúum fækki svo mikið að við deyjum bara á endanum. Búið að minnsta kosti til nógu mörg börn til að halda íbúafjölda stöðugum.“

Telur þörf á meira jarðefnaeldsneyti

Bætti hann við að umskiptin yfir í endurnýjanlega orku væri önnur áskorun sem heimurinn stæði frammi fyrir og að þörf væri á meira jarðefnaeldsneyti í heiminum.

„Ég held að raunhæft sé að við þurfum að nota olíu og gas til skamms tíma, því annars myndi siðmenningin hrynja.“

Talaði hann einnig fyrir viðhaldi kjarnorkuvera og sagðist vera hlynntur kjarnorku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert