Neyðarástandi lýst yfir í Pakistan

Tugir milljóna manna víðsvegar um Pakistan glíma nú við verstu flóð í áratug, en gríðarlegur fjöldi heimila hefur skolast burt.

Vikum saman hefur flætt yfir milljónir hektara af ræktuðu landi og hefur 150 herbergja hótel til að mynda hrunið niður vegna flóðanna.

Að sögn embættismanna hafa 1.061 látist síðan í júní, þegar hinar árlegu monsúnrigningar hófust. Hefur ríkisstjórnin lýst yfir neyðarástandi og beðið um alþjóðlega aðstoð.

Flóðin í ár hafa haft áhrif á yfir 33 milljónir …
Flóðin í ár hafa haft áhrif á yfir 33 milljónir manna, eða einn af hverjum sjö Pakistönum. AFP/Abdul Majeed

„Þetta er mjög langt frá því að vera venjulegt monsúntímabil,“ sagði Sherry Rehman loftslagsráðherra.

Talan látinna gæti farið hækkandi þar sem hundruð þorpa í fjallendi eru nú einangruð eftir að vegir og brýr hafa skolast burt. Erfitt hefur verið að koma fólki í öruggt skjól með þyrlum, vegna erfiðra aðstæðna.

AFP/Abdul Majeed

Flóðin í ár hafa haft áhrif á yfir 33 milljónir manna, eða einn af hverjum sjö Pakistönum.

Íbúar fjarlægja rusl af húsum sínum sem skemmdust í flóðunum.
Íbúar fjarlægja rusl af húsum sínum sem skemmdust í flóðunum. AFP/Abdul Majeed
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert