Ari Páll Karlsson
Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Úkraínu, varð í gær vitni að björgunarleiðangri þar sem 16 úkraínskum borgurum var komið í skjól frá Rússlandsher. Um er að ræða hóp sjálfboðaliða hvaðanæva að úr heiminum, sem á hverjum degi fer í slíkan leiðangur.
Var Óskar með í för til þess að fylgjast með og safna heimildum. Haldið var til Soledar í austurhluta Úkraínu, næsta bæ við höfuðborg Donetsk-héraðs. Orrustan um Soledar er með þeim hörðustu um þessar mundir, og hefur hún staðið yfir í tæpan mánuð. Rúmlega tíu þúsund manns búa í bænum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.