Rússnesk stjórnvöld vilja að settur verði þrýstingur á stjórnvöld í Úkraínu til að draga úr spennu í kringum kjarnorkuverið Saporisjía, sem er Rússar hafa undir sinni stjórn.
Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor annan um skotárásir á svæðinu.
„Allar þjóðir eru skuldbundnar til að setja þrýsting á Úkraínumenn til að þeir hætti að setja meginland Evrópu í hættu með stórskotaárás“ á kjarnorkuverið,“ sagði Dmirtí Peskov, talsmaður Kremlin.
Ummæli hann komu á svipuðum tíma og Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, tilkynnti að hann væri á leiðinni í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu.
„Við höfum beðið lengi eftir þessum leiðangri. Við teljum hann nauðsynlegan,“ sagði Peskov.
Hann bætti við að Rússar muni tryggja öryggi leiðangurs stofnunarinnar á meðan hópurinn er á svæði sem er undir stjórn Rússa, „þegar tekin er með í reikninginn sú stöðuga hætta sem er þarna“.